onsdag 7. februar 2007

Skýrsla

Jæja, þar sem ég sé að það eru Vatns- og Orkuveitumenn farnir að kíkja á bloggið þá er best að ég segi aðeins frá veitukerfinu hérna í Longyearbyen og vinnunni minni. Ég er sem sagt að vinna hjá Spitsbergen VVS, svona einkarekinn vatns, hita, og fráveitu þjónusta með um 25 starfsmenn. Þessar 3 vikur sem ég er búinn að vera hjá þeim hef ég að mestu verið í nýlögnum úti. Við erum að leggja í hverfi, heitt, kalt, og fráveitu. Allar lagnir eru úr plasti. Hitaveitan er úr PEXi, túr og retúr í einu einangruðu röri. Kalt vatn og fráveita er lögð í PE rörum sem eru einangruð líkt og hitaveiturör, inn í einangrunni eru svo grenri rör sem dreginn er í hitakapall sem heldur öllu frostfríu.
Í botninn á skurðunum er lagt einangrunarplast svo að lagnirnar bræði sig ekki niður í sífreran. Þegar skurðirnir eru fylltir í restina er notað volgt gjall frá kolaraforkuverinu.
Kaldavatnið hér er drykkjarhæft en það er vont, sennilega hreinsað með efnaútfellingu.
Hitaveitan, er fjarvarmaveita þar sem vatnið er hitað með kolabrennslu. Það er ein aðalslaufa sem liggur um bæinn og er 120°c, frá henni er svo tekið í gegnum varmaskipta og 80°c vatn sent inn í hús til upphitunar, neysluvatn er svo tekið 60°c heitt gegnum varmaskipti í hverju húsi.
Brunavarnir. Hér eru engir brunahanar, enda mundu þeir frjósa í hel, í staðinn er 63mm heimaæð lágmark í hvert hús og við inntak í inntaksrými hvers húss er hraðtengi fyrir brunaslöngu.
Vinnan er ágæt, vinnutíminn er frá 7 til 16 en það endar reyndar ansi oft með því að það er unnið til 19, allavegana hjá okkur útlendingunum í útivinnunni :)
Aðbúnaður er svona sæmilegur, en náttúrulega enginn miðað við það sem maður er vanur.

En jæja, læt þetta nægja í bili af þurrum fróðleik.

Kveðja Olgeir

2 kommentarer:

Anonym sa...

Sæl elsku Ragga mín! Datt hér inn af blogginu hennar Kötlu, annars hafði ég ekki hugmynd um að þú værir orðin svona tæknivædd ;) Rosalega gaman að fylgjast með ykkur hér. Þið eruð alveg ótrúleg, mér finnst meira eins og ég sé að fylgjast með geimförum hehe, sérstaklega þegar ég skoða myndirnar af ykkur :o) Hafið það sem allra allra best og njótið þess að vera þarna - saman! Ég hugsa oft til þín Ragga mín, kossar & knús :***

Anonym sa...

Hæ Hildur, gaman ad sja thig herna :) Eg bid ad heilsa strakunum!