torsdag 8. februar 2007

McQueen

Hver er eiginlega þessi McQueen ? Þessu er ég búinn að vera að velta fyrir mér síðustu daga. Þannig er að um daginn heyrði ég samstarfsmann minn, sem er Svíi, tala um McQueen. Ég var ekki alveg viss í fyrstu hvað hann átti við en áttaði mig fljótlega að hann átti við gröfuna sem var á svæðinu. Ég hváði og spurði hann hvað hann kallaði gröfuna ,,jú McQueen, við köllum gröfur McQueen í Svíþjóð" ég samþykkti það auðvitað strax og ákvað með sjálfum mér að þetta væri bara einhver sænsk fyndni. Svo núna uppá síðkastið hefur Svíinn farið að kalla hin ólíklegustu tæki og tól McQueen þannig að ég var farinn að hallast að því að McQueen hefði verið mjög merkileg og tæknivædd persóna, nánast formóðir allra tækja.
Í morgun gerði ég heljarinnar uppgvötvun, McQueen er sænski framburðurinn á orðinu maskin...

Kveðja Olgeir

2 kommentarer:

Anonym sa...

Mér kemur þetta ekki á óvart. Í gegnum tíðina hef ég oft undrast stórlega sænskan framburð og orð sem þeir nota um hversdagslegustu hluti

Anonym sa...

Hahaha það er gaman að heyra að það eru fleiri ljóshærðir en ég ;D