Hér á Svalbarða eru veiddar rjúpur eins og á öðrum góðum stöðum. Eins og margir hafa heyrt var rjúpnaveiðin afar slæm á Íslandi haustið 2006. Mjög lítið af fugli. Þetta virðist ekki einskorðast við Ísland. Rjúpnaveiðin hér á Svalbarða var sú lakasta, núna í haust, síðan skráningar hófust. Einnig sagði kunningi minn mér, sem er frá Tromsö og veiðir rjúpur þar í kring, að þar hafi aldrei verið minna af fugli og lítið veiðst. Þetta virðist því vera víða í heiminum. Sennilega er ástæðuna að finna í veðurfari því að ekki ferðast rjúpurnar milli landa. Ég hef ekki séð rjúpu hér ennþá en þær eru hér því við sáum spor í gær.
Við fórum í smá göngutúr hér í nágrenninu í gær. Meðal annars fórum við upp að Sverdrupbyen sem er gamalt hús hér hinumegin í dalnum. Við rákumst svo á gamla ljósmynd frá 1966 sem sýnir húsaþyrpingu svipaða og Nybyen kringum þetta hús. Ég sló þessu upp á netinu og fann út að þarna hafði verið byggðarkjarni frá 1938 til 1983. Svo heyrði ég að þessi hús hefðu öll brunnið síðar. Sagan segir að það hafi verið haldin brunaæfing sem fór aðeins úr böndunum. Þess má geta að það var byrjað að byggja Nybyen 1946.
Það var smá partý hér í eldhúsinu á Brakke 3 í gærkvöldi. Við sem hér búum og 15 krakkar úr Brakke 4. Þetta var krabbaveisla að sænskum sið, nema ég og Ragga elduðum fiskisúpu. Við tókum svolítið af myndum en þær verða ekki birtar opinberlega af virðingu við hlutaðeigandi :)
Kveðja
Olgeir
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
Ingen kommentarer:
Legg inn en kommentar