onsdag 21. februar 2007

Dýr

Eins og kom fram í síðustu færslu þá er ég að vinna við flugvölinn núna. Við erum sem sagt að leggja nýja frárennslislögn frá nýju flugsöðinni og 150m út í sjó. Ég er þarna svolítið fyrir utan þéttbýlð þannig að maður sér vítt og breitt.

Snemma í morgun hélt ég mig hafa heyrt í fugli. Ekki ólíklegt eins og blíðan var í dag. En kommst að því að þetta var eingöngu söngurinn í borvélinni hjá smiðnum. Eftir hádegi fór aftur á móti allt á yð. Ég sá fjóra seli liggja á ísjökum í fjörinni, sennilega ársgamlir kópar var mér sagt. Þeir voru mjög spakir og komumst við í um 10 metra færi við þá. Einnig sá ég 40% af hrossum Svalbarða brúkuð, það er tvö af fimm. Eftir seinna kaffi skildi ég ekkert í allri þessari umferð sem var farinn að vera þarna framjá, það er veginn inn að Björndalen. Sá sýslumannsbílinn og hvaðeina. Jújú, ástæðan var að það var víst ísbjörn á vappi þarna innfrá. Þetta hefur kannski verið björn með góðan smekk, það er fundið lyktina af nestinu mínu. En ég sá hann ekki, veit ekki með hann, kannski sá hann mig.

Við fórum í norskutíma áðan. Lærðum meðal annars eina skemmtilega tvímerkingu. Það er orðið gift. Gift þýðir sem sagt bæði eitur og það að vera giftur. Skemmtileg tilviljun eða ekki?

Í gærkvöldi fór rafmagnið í um hálftíma um klukkan ellefu. Það varð alveg rosalega dimmt hér og að sama skapi mjög stjörnubjart. Sjaldan séð svona mikið af stjörnum.

Kveðja
Olgeir

5 kommentarer:

Haukur sa...

Ef þú tekur svipað mikið nesti með þér í vinnuna og veiðitúrana þá held ég að það sé nóg fyrir þig að opna nestisboxið ef ísbjörn kemur nærri og þá ættir þú að geta haldið áfram að leggja rör í rólegheitum. Mér er til efs að ísbjörninn líti við þér eftir að hafa klárað þann pakka.

Anonym sa...

Já, þetta voru sko 6 sneiðar af Ísbjarnabrauði með makríl :)

Anonym sa...

Hæhæ frændi og Ragga. Var að frétta af þessari síðu í gegnum mömmu þína og ákvað að kvitta fyrir mig. Gaman að geta fylgst með því hvað þið eruð að gera þarna úti c",) Kveðjur úr Fannafoldinni.

Anonym sa...

gift og gift..það eru náttúrulega til eitruð sambönd...

Anonym sa...

Þetta var algeng firyr vestan og máttum við aldrei haafa með okkur nesti,enda ekker til..fáar fréttir hef farið í snjó túra .en lítill snjór .,snjór er aðalega í Osló og köben?Súkku-síðan er klár og komnar myndir ..af Daf og Ómari og fl.Sig óli.