tirsdag 20. februar 2007

hitt og þetta..

Það styttist í vélsleðakúrs 2 en hann verður sem sagt á föstudaginn næsta. Þetta er framhaldsnámskeið í sleðameðferð þar sem kennt er að keyra stóra og þunga sleða með stóra og þunga aftaní sleða (með fullt af fólki á). Það er nú ekki af brjáluðum áhuga sem ég skráði mig í ósköpin en Ketil, sem er einn af leiðbeinendunum mínum, taldi það afar gagnlegt að ég myndi taka hann og því var ekki undan komist. Það er í öllu falli betra að komast að því á svona námskeiði að maður er ekki til þess fallinn að keyra þessi skrímsli heldur en að velta öllu draslinu e-s staðar í óbyggðum Svalbarða..

Í næstu viku fer ég svo til Tromsö að hitta Fredriku sem er ein af leiðbeinendunum mínum. Hún ætlar að leiða mig í allan sannleikann um hvernig skal greina Pseudocalanus til tegunda. Þess má til gamans geta að hún er ein af örfáum í heiminum sem getur gert það með því einu að horfa á kvikindin. Þessi ferð verður í styttri kantinum en ég fer þann 27. febrúar og kem til baka 1. mars.

Í dag var viðtal við Laurel (ljósmyndarinn frá Kaliforníu) á UNIS síðunni og það má sjá hér. Ég set líka link inn á síðuna hennar inn í tenglasafnið hérna til hægri. Laurel býr með okkur í brakke 3 eins og fram hefur komið en hún er á bakpokaferðalagi um samfélögin við norðurheimskautið en það er sagt ítarlegar frá því í viðtalinu.

Olli var að byrja að vinna á flugvellinum í dag. Þeir kláruðu verkið í naustunum í gær og hann var sendur að vinna við nýju flugvallarbygginguna. Ég held að flugstöðin hérna sé margfallt stærri en Reykjavíkurflugvöllur þó hér búi hundrað sinnum færri en á höfuðborgarsvæðinu. Magnað..

Kveðja,
Ragga

Ingen kommentarer: