Ég hef heyrt fólk kvarta yfir tvígengisolíu-bensín ilminum sem kemur af fötum þess eftir að hafa verið á vélsleða. Ég skil þetta ekki. Þessi lykt hefur heillað mig frá því ég var smá gutti. Lykt sem ég skilgreindi sem lykilinn að frelsi, ævintýrum og spennu. Ég man að eftir því að ég reyndi að varðveita þessa lykt af fötunum mínum þegar ég var unglingur, mér fannst hún svo töff. Svona var lífið þegar maður var óstöðvandi skellinöðrupúki.
Ég fór í gærkvöldi og skoðaði vélsleða, tók góðan hring á honum, (og fékk ævintýralykt af fötunum) Ég keypti hann nú ekki á staðnum. Kannski prófa ég að bjóða hann niður eftir nokkra daga. Hann var svo mikið keyrður, heila 16000km, en það er mjög mikið fyrir vélsleða.
Það var ennþá smá skíma klukkan 16:00 í dag þegar ég var að pakka saman í vinnunni, þannig að þetta er allt að koma.
Svíinn, vinnufélagi minn hefur ekki mætt síðan í hádeginu á föstudag. Hann hlýtur að koma á morgun, þökk sé áfengisskömmtunarkerfinu.
Við fórum í kennslustund í norsku áðan, það var þrælfínt og ágætur kennari. Vonandi fer maður að öðlast aðeins meiri færni í norsku. Maður þarf að geta svarað fyrir sig og íslensk fiskimið.
En látum þetta nægja í bili
Kveðja Olgeir
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
2 kommentarer:
Ég kannast líka við svona ævintýralykt. Það er tvennt sem einkennir góðan sleðatúr 1. ævintýralykt og 2.rassbleyta ef maður er ekki í réttum buxum. Snjórinn þyrlast nefnilega upp á eftir manni og svo sest maður á hann og bræðir með rassinum. þannig er nú það. Farðu nú að kaupa sleða og fá sleðabakteríu .
kv. Haukur, óvirkur sleðasjúklingur
Já þessi lykt mynnir mann bara á góða tíma.....sakna hennar svona þegar þú mynnist á hana..
Benni
Legg inn en kommentar