tirsdag 27. februar 2007

Veður

Loksins kom veður. Undanfarnar vikur hefur ekki verið neitt veður hér, einungis frost um -10°c, andavari og heiðskýrt, alltaf eins. Ég var farin að hallast að því að þessar veðurhörkur á heimskautasvæðunum væru eitthvað orðum auknar. En í morgun var komin stórhríð og rok og hefur staðið meira og minna í allan dag. Nátturlega ekkert miðað við Íslenska stórhríð, kannski svona 15 m/s í vind og snjókoma.

Þetta veður hitti að sjálfsögðu akkurat á daginn sem Ragga átti að fljúga til Tromsö. Í morgun leyst okkur ekkert á að það yrði flogið en svo rofaði aðeins til og allar flugáætlanir stóðust þannig að Ragga komst á leiðarenda. Vona bara að hún komist til baka :)

Sökum þessa veðurs var ég að vinna inni í dag. Ég var að setja upp ofna í nýju flugstöðinni. Mjög góð tilbreyting frá útivinnunni og maður er nánast úthvíldur eftir daginn. Útivinnan er svo sem ágæt en kannski ekki alveg drauma staðan. Ég kem mér í eitthvað betra eða sem hæfir minni kunnáttu betur þegar ég verð orðin betri í norskunni.

Ég notaði þetta fína veður til að skipta um rafgeymi í sleðanum áðan. (það er nefnilega ekki nema -6°c núna) Núna startar hann eðlilega. Það er svolítið þungt að draga þessi 700cc í gang með spotanum.

En jæja, látum þetta nægja í bili.

Kveðja
Olgeir

2 kommentarer:

Anonym sa...

Sæll Olli, ja bara verið að byggja nýja flugstöð, vona að þú villist ekki í öllum gate'unum :)
Enn um veður og þá á ísl. mælikvarða, hér kom smá snjór sem reyndar fauk í stóra skafla enn það varð til þess að landið var gjörsamlega lamað í trjá daga. Sá svo í sjónvarpinu í gær að norðmenn og grænlendingar voru að gera grín að hversu miklar gungur danir væru (sem er alveg rétt)
Kveðja héðan Benni

Anonym sa...

Sæll, nei ætli maður villist nú. En það er að vísu drjúgt mikil flugumferð hér, bæði innanlands og svo til Noregs, held að það fari um 2 150 manna þotur á dag til og frá Noregi.
Mér skilst nú að íbúar suður Noregs séu nú ekkert alltof góðir að aka í snjó heldur, hehe.
Kveðja Olgeir