tirsdag 4. november 2008

Strákur

Við eignuðumst strák í morgun, kom í heiminn klukkan 7:04. 3580g, 51cm og við erum öll spræk.
Meira seinna.

Kv Olgeir

torsdag 30. oktober 2008

Snjór

Þá er fyrsti snjórinn kominn. Það er ótrúlegt hvað allt er mikið bjartara fyrir vikið, jafnvel upplífgandi. Þetta eru nú svo sem engin ósköp, rétt smá þrifalag yfir allt. En það spáir snjókomu út vikuna þannig að það gæti verið fljótt að breytast þótt aðalsnjórinn komi ekki fyrr en eftir áramót.

37 vikur.. and counting!

kv
RG

søndag 26. oktober 2008

Vetrartími

Þá er búið að skipta yfir á vetratíma. Græddum við því aftur þennan klukkutíma sem tekinn var af okkur í vor. Meira hringlið með þetta alltaf hreint. Þrátt fyrir að dagatalið segi að hér sé kominn vetur, þá vottar ekkert mikið fyrir honum úti við. Hitastigið er búið að vera um 8 gráður og ekkert svo mikil rigning einu sinni. Það er reyndar farið að rökkva strax upp úr 3 á daginn (í gær var það reyndar um 4..hahah.. svindlarar!) og þess vegna mætti alveg koma smá snjór að lýsa upp umhverfið.

Annars ekkert títt. Nú er ein og hálf vika í vörnina og prófið, og ég er alveg fáránlega pollróleg yfir þessu. Skil ekkert í mér, ætli það sé ekki bara ástandið.

Ha det godt,
kv
Ragga

fredag 17. oktober 2008

Ritgerðarskil

Ég er búin að skila ritgerðinni aaaaaaaaaaaaaaaAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA

Loksins :) það hlaut að koma að þessu á endanum. Og þá er það bara vörnin eftir 3 vikur. Vá hvað það verður skrýtið að setja endapunktinn við þessi 2 ár. Þau hafa verið sjúklega fljót að líða.

Kærar skilakveðjur til ykkar allra,
Ragga

tirsdag 7. oktober 2008

Merkileg þessi umfjöllun á NRK1. Ótrúlegt viðtalið við Má Másson.. eða ótrúlegt, það er auðvitað engin leið að verja þessa vitleysu.

http://www1.nrk.no/nett-tv/indeks/146301

mandag 6. oktober 2008

Úff

Það fer allur tími í að fylgjast með fréttum þessa dagana og því lítill tími til blogg skrifa. Ástandið ekki sem bjartast á Íslandi og ekki laust við að maður velti því aðeins fyrir sér hvort það sé sniðugt að koma heim um áramótin. Einfaldast og ódýrast fyrir okkur væri að Noregur mundi innlima Ísland, þá kæmumst við ,,fræðilega séð" heim án þess að hreyfa okkur spönn frá rassi. Annars held ég að maður láti ekki kreppu á sig fá og komi heim fullur bjartsýni um áramótin og fá sér vinnu, eða skapi sér vinnu ef ekki vill betur, við áþreifanlega hluti.

Kv. Olgeir

torsdag 25. september 2008

Í fyrrakvöld fórum við Olli í kvöldgöngu í skóginum eins og svo oft áður. Mætti okkur þá gríðarstór froskur, eða alveg 15 cm flykki. Ég hafði ekki hugmynd um að þeir lifðu svona norðarlega. Kannski var þetta ævintýraprins í álögum. Hver veit!?!

Í morgun var snjór niður í miðjar hlíðar allt í kringum okkur og frostskæni á pollum. Held meira að segja að það sé spáð snjókomu í næstu viku. Sennilega er haustið þá bara búið, stutt gaman það.

Kv,
Ragga

torsdag 18. september 2008

Það er ekki seinna vænna en að setja link hérna inná bumbumyndasíðuna okkar (svona þar sem þessi meðganga er nú alveg að klárast!). Þá sem langar að kíkja geta sent okkur póst til að fá aðgangsorðið.

Bumbumyndir

Annars er bara mest lítið að frétta. Haustið skartar sínu fegursta þessa dagana og nú getur maður farið að sjá norðurljósin aftur :)



Ha det godt,
Ragga og Olli

torsdag 11. september 2008

Svea

Ég setti inn myndir frá Svea. Þær eru reyndar teknar á gömlu litlu vélina okkar þannig að þær eru frekar óskýrar, en það er nú auka atriði.
Kv. Olgeir

tirsdag 9. september 2008

Til baka

Jæja, ég komst heim frá Svalbarða á hentugum tíma. Allt útlit var fyrir að við þyrftum að eyða viku á barnum í Longyearbyen þar sem ekki fékkst flug fyrir okkur heim fyrr en 12. september. Við ákváðum samt að gera heiðarlega tilraun síðasta föstudag og mættum við innritunarborðið í Longyearbyen hálftíma fyrir opnun og skráðum okkur á biðlista. Heppnin var með okkur og fengum við að fljóta með til Tromsö. Það var ljúft að komast heim eftir tvær vikur og losna við kolarykið, frostlögsklístrið og díselolíu ilminn. Við vorum semsagt að byggja við forhitunarstöð fyrir kolanámuna í Svea, Svea nord. Settum upp 1,6MW ketil, hitaeliment og blásara sem blæs 70000m3/klst. Fyrir er varmi upp á 4,4MW og blásarar upp á 140000m3/klst. Um 50°C heitu lofti er svo blásið inn í námugöngin til að halda hita á mannskap og vélum. Þetta gekk fínt og virkar vonandi allt.
Veðrið á Svalbarða var frábært, um 4-6°C hiti á daginn og sól flesta dagana. Mjög fallegt og gaman að sjá þetta á þessum árstíma líka. Fjöllin í Svea hafa svo skemmtilegan lit í sólinni, gulgrárauðleitt, get ekki alveg lýst því en það er góð stemning sem myndast við þessa birtu.
Það var mjög mikið af ref á ferðinni í Svea núna og komu þeir reglulega að kíkja á mann. Sennilega hafa þeir komist upp á lag með að sníkja mat hjá einhverjum og athuga því allar manneskjur á svæðinu.
Svo var merkilegt hvað birtan minnkaði mikið á þessum tveimur vikum, frá því að vera bjart alla nóttina niður í myrkur 1-2 tíma, gerðist ótrúlega hratt.
Læt þetta nægja í bili og set svo inn nokkrar myndir á morgun.
Kv. Olgeir

onsdag 3. september 2008

Haust

Þá eru haustrigningarnar byrjaðar og æ fleiri gul laufblöð eru sjánleg á hverjum degi. Ég tók eftir því seinni partinn að Tromsdalstindurinn var alhvítur niður í miðjar hlíðar. Það ætti nú ekki að öllu jöfnu að fara fram hjá manni á morgnana en sennilega er ég með hugann við eitthvað annað...

Olli er enn á Svalbarða og verður kannski fram yfir helgi. Hann á reyndar ekki pantað flug heim fyrr en 15. september (þökk sé hinum ofur skipulögðu og rökrétt þenkjandi yfirmönnum) en sennilega kemst hann samt heim fyrir þann tíma. Í versta falli yrði hann að húkka sér far með gámaflutningaskipi. Eða kannski ekki versta falli. Það er auðvitað mikið betra að ferðast með skipum heldur en flugvélum finnst mér.

Ha det godt,
Ragga

lørdag 30. august 2008

Copepod mambo

Lítill og sætur cyclopoid tekur snúning. Gjöriði svo vel..

torsdag 21. august 2008

Svalbarði

Ég skrepp upp á Svalbarða á mánudaginn kemur, þarf að tengja einn miðstöðvarofn í Svea. Ofninn er að vísu 1,4MW og við hann tengd vifta sem blæs 70000m3 á klukkustund. Þetta á að taka viku það sem ég á að gera, vona að það standist. Annars er ekki svo slæmt að tefjast ögn í Svea, fínt mötuneyti þar. Þetta er sem sagt viðbótar upphitun fyrir kolanámurnar í Svea sem við erum að græja.

Fyrst minnst er á Svalbarða þá var þessi lipri ísbjörn á ferðinni þar í gær.

Annars er allt gott að frétta héðan. Síðustu kvöld hafa farið töluvert í að horfa á ÓL. Norska sjónvarpið stendur sig ágætlega í að sýna frá skemmtilegu íþróttunum, það er skotfimi, hjólreiðum og fleiru.

Kv. Olgeir

mandag 11. august 2008

Örlítið

Jæja, þá er best að sýna örlítinn vott af lífsmarki. Nú er sumarfríið búið og ég byrjaður að vinna og Ragga að skrifa. Við höfðum það fínt í sumarfríinu og fengum fínar heimsóknir frá foreldrum og tengdaforeldrum.
En nú fer lífið að komast í rútínu aftur og maður verður vonandi ögn duglegri að skrifa hér.
Við skelltum inn gommu af myndum ef einhver hefur áhuga.

Kv. Olgeir

tirsdag 15. juli 2008

Sumarfrí

Þá er sumarið byrjað og jafnvel næstum búið. Eða svona hálfnað. Þar sem júlí er líka hálfnaður er ekki úr vegi að uppfæra vísdómsorð mánaðarins! Fyrstu gestir sumarsins eru komnir og farnir aftur og við bíðum spennt eftir næstu heimsókn sem fer nú alveg að bresta á.

Við bættum inn nokkrum myndum af ferðum okkar það sem af er sumri.

Sumarkveðja,
Ragga og Olli

P.s. Í tilefni þess að við vorum að þvælast í Svíþjóð þá fær eitt sænskt lag að fljóta með:

Kåta Maja - Sing Along

søndag 29. juni 2008

Júní og myndir

Jæja það er best að gefa örlítil lífsteikn frá sér. Hér í Tromsö gengur allt sinn vana gang. Ragga er í Umeå í Svíþjóð og ég er hér í Tromsö. Ég hef svosem mest eytt tímanum í að vinna enda eiga öll verk að klárast fyrir sumarfrí. Blokkin mín er á nokkuð góðu róli, en sama er ekki að segja um hótel og veitingastað sem fyrirtækið er með í að byggja þannig að ég og fleirri höfum verið sendir þangað flest kvöld og laugardaga.
Á morgun er síðasti vinnudagurinn minn fyrir sumarfrí. 1. júlí verður svo eytt í að þrífa íbúðina hátt og lágt. 2. júlí koma svo mamma og pabbi í heimsókn. 3. júlí keyrum við svo beinustu leið til Kiruna í Svíþjóð þar sem Ragga kemur á móti okkur með lest. Eyðum svolitlum tíma þar og keyrum svo eitthvað um Lappland inn í Finnland og svo heim til Tromsö.
Um miðjan júlí koma svo tengdó í heimsókn og þá verður að sjálfsögðu eitthvað rúntað líka, ef Volvóinn samþykkir það.
En jæja nú er kominn tími á kaffi og hjólatúr.

Kveðja Olgeir

P.s. Ég setti nokkrar júní myndir inn á myndasíðuna.

lørdag 14. juni 2008

Svithjod baby!

Tha er eg komin til Svithjodar, nanar tiltekid Umeå. Eda reyndar er eg ekki i Umeå heldur adeins fyrir utan.. eins og venjulega. Her er sumar og sol og allt voda graent sem er skemmtileg tilbreyting. Ferdalagid hingad tok mig alveg heila 3 daga thar sem ferdir hittust ekkert serlega vel a. Olli keyrdi mig til Narvikur a sunnudaginn sidasta og thar var eg i eina nott. Thadan tok eg lest til Umeå. Su ferd tok um 10 tima. Eg gisti sidan eina nott i Umeå og siddegis daginn eftir hitti eg svo samnemendur mina og vorum vid öll sott a flugvöllinn i Umeå.

Lestarferdin var nokkud skemmtileg og var gaman ad sja landslagid breytast eftir thvi sem nedar dro og vid faerdumst naer Eystrasaltinu. Thar sem vid forum yfir landamaerin var snjor vidast hvar og einnig var um 10 cm snjor i Kiruna, sem er nyrsta borg Svithjodar. I Kiruna eru their ad faera midbaeinn eins og hann leggur sig, thar sem namurnar eru farnar ad na honum og hann stendur thvi a verdaetu landi.

Ha det godt!
kv
Ragga

mandag 26. mai 2008

Dýrast í Evrópu

Ég las frétt um daginn þess efnis að við Tromsö búar borgum hæsta eldsneytis verð í Evrópu, sennilega svona nærri 210 íkr. Það er margt sem maður getur verið stoltur af sem Tromsö búi.
Annars er lítið að frétta hér, vorið kemur hægt og sígandi, með hita á milli 5 og 7 gráður, og örlítilli grænni slikju á trjánum.
Vor kvefið náði mér 17. maí og er búið að vera að grassera í mér í vikunni. Það náði svo að leggja mig um helgina. En ég hef snúið vörn í sókn þannig að þetta er allt að koma.
Í dag sá ég að ég hafði misst af fornbílasýningu í miðbænum á laugardag. Það hefði verið gaman að sjá enda mikið af þýskum stríðsárabílum til hér. Bílum sem voru seldir af úthlutunarnefnd fjandsamlegra eigna eftir seinna stríð. Hér í Tromsö, og sennilega í Noregi öllum var ansi mikið af bílum gert upp eftir stríð og notaðir í áratugi á eftir. Bílar sem voru nánast ónýtir 1945 gengu margir fram yfir 1960.

Læt þetta nægja í bili
Kv. Olgeir

lørdag 17. mai 2008

Þjóðhátíðardagur Norðmanna 17. maí



Í dag er þjóðhátíðardagur Norðmanna. Að sjálfsögðu fórum við í bæinn og horfðum á skrúðgöngur með tilheyrandi lúðrablæstri. Virtum fyrir okkur allar mögulegar gerðir af þjóðbúningum sem fólk klæðist á 17. maí. Drukkum kakó á kaffihúsi, borðuðum pulsu og lentum óvart í messu (það var í það minnsta hlýtt í kirkjunni).
Veðrið var nú ekki sem best, slyddu él og hiti rétt yfir frostmarki enda vorum við gegnköld eftir 4 klst rölt um bæinn og gott að komast heim og fá sér heitt kaffi og köku.
Við settum helling af myndum frá deginum inn í albúmið okkar, aldrei þessu vant myndir af fólki en ekki fjöllum og bílum.

Kv. Olgeir

tirsdag 13. mai 2008

Keðjur

Eftir óhóflega snjókomu síðasta sólarhringinn neyddist ég til að setja keðjur undir Vollann til að komast í vinnuna í morgun. Það var nú eiginlega komið vor og jafnvel vottur af sumri, en það hvarf snögglega. Nú er reyndar komið glaða sólskin, sem er eins gott því ég var farinn að finna veðurfarinu hér í Tromsö allt til foráttu. Reyndar er ég sannfærður um að veturinn á Svalbarða var í raun léttari, í það minnsta mikið minni snjór, mikið þurrari snjór og mikið ódýrari bjór.
Ástæðan fyrir að ég leyfði ekki Volvónum að hvíla sig heima í dag, eins og undanfarna daga, var að ég þurfti að flytja verkfærin mín frá blokkinni, sem ég hef unnið í síðustu 8 mánuði , á nýtt byggingarsvæði. Ég fæ sem sagt ekki að klára blokk B-5 sem er orðin mér nokkuð kær enda hef ég lagt öll rör í hana. Ég er pínu svekktur, það hefði verið ánægulegt að fá að klára hana, enda ekki nema rúmur mánuður eftir af henni. Reyndar hafði ég hugsað mér að flytja verkfærin mín síðasta föstudag en þá neitaði Volvóinn að hjálpa mér, fór ekki að mala fyrir en ég hafði skipt út háspennukefli og kveikjuheila. En ástæðan fyrir að ég fæ ekki að klára blokk B-5 er að mér varð það á að sína framfarir og frumkvæði, það eitt og sér hefði verið í lagi en svo komst vinnuveitandi minn að því að ég væri farinn að tala norsku og þar með var ég gerður að BAS (byggansvarlig) á öðru verki sem fyrirtækið er með. Reyndar er þetta nokkuð sem ég kæri mig ekki um, líkar ekki að vera gerður ábyrgur fyrir hlutum sem ég hef ekki réttindi til, ég vil bara fá að skrúfa í friði.
17. maí er á næsta leiti og núna sér maður af og til skólalúðrasveitir ganga um bæinn og æfa sig, mis tærir tónarnir frá þeim eftir veturinn. En það verður eflaust gaman að fara í bæinn á laugardaginn og fylgjast með skrúðgöngunum, vonum bara að veðurguðirnir verði í góðu skapi.

Kv. Olgeir

mandag 12. mai 2008

Hvítasunnudagur

Í dag fórum við í bíltúr á fastlandið og fannst okkur votta fyrir vori hér og þar. Við fundum meira að segja malarveg í vestfirskum gæðum með tilheyrandi drulluhvörfum og hvað eina. Við tókum nú ekki margar myndir en þessar tvær fá að fylgja með.





Þegar við komum svo aftur undir kvöld heim til Tromsö þá var samt greinilegt að vetur konungur er ekki tilbúinn til að yfirgefa okkur!



Kveðja,
Ragga og Olli

torsdag 8. mai 2008

Ekki er seinna vænna en að skipta út vísdómsorðum mánaðarins og varð að þessu sinni fyrir valinu nokkuð skemmtileg hringhenda. En eins og alþjóð veit þá var ekkert kveðskapur undir hringhendu í augum Bjarts í Sumarhúsum. Ég verð nú að segja að mér féll heldur betur við norsku útgáfuna af honum, en sá hét Ísak og var hann ekki nærri jafn geðveikur og Bjartur okkar.

Ef einhver veit hver höfundurinn að vísunni er, þá má hinn sami gjarnan láta vita.

Kveðja,
Ragga

mandag 5. mai 2008

Jájá

Vorið kom með hvelli í síðustu viku, sól og um 15°C hiti alla daga, en nú hefur kólnað ögn og skúrir inn á milli. En snjórinn er á hraðri niður leið, sennilega bara 75% hvítt núna og útlitið gott.
Um síðustu helgi, sem var í lengri kanntinum sinntum við hefðbundnum vorverkum, það er ég gerði allt þetta skemmtilega en Ragga las undir próf. Eða Ragga taldi allvegana allt sem ég gerði frekar skemmtilegt, enda er flest skemmtilegara en að lesa fyrir próf í góðu vorveðri.
Volvóinn fékk vor meðhöndlun 1. maí, sumardekk og gott lag af bóni. Nú er hann glansandi rauður og fínn. Reyndar er skalli eigandans álíka rauður núna vegna sólbruna við vor meðferðina.

Læt þetta nægja í bili.
Kv. Olgeir

onsdag 30. april 2008

Hitamet

Mörg hitamet voru slegin í dag í norður Noregi í dag, hæst mældist 19,8° C þannig að tuttugu gráðu markið var ekki slegið. Hér í Tromsö fór hitinn í 17° C. Vorið langþráða er því sennilega komið. Reyndar er töluverður snjór ennþá en hver segir að snjór geti ekki verið sumarlegur.

Kv. Olgeir og Ragga

mandag 28. april 2008

Vor ???

Ég hugsa að vorið sé komið núna, búið að vera gott veður í þrjá daga. Snjórinn bráðnar hratt, trén að bruma, máfarnir að æra allt og alla og ég komst á hjóli í vinnuna í morgun.

Kv. Olgeir

mandag 21. april 2008

1m

Mæld snjódýpt á Tromsö fór yfir 1m í morgun og spáð er éljagangi út vikuna. Hugsanlega rigning á laugardaginn, en það gengur örugglega ekki eftir. Eðli spálíkanna er að hækka hitastigið í lokinn hef ég heyrt frá fróðu fólki. Hvar endar þetta eignlega.
Ef þið sjáið vorið þarna suður á Íslandi þá meigið þið reka á eftir því hingað.
Kv. Olgeir

torsdag 17. april 2008

Eldur í kolanámu á Svalbarða

Ég sá í fréttunum að það kom upp eldur í kolanámunni í Barentburg á Svalbarða í morgun. 29 manns björguðust út enn þriggja er saknað. Það er skammt stórra högga á milli hjá blessuðum Rússunum á Svalbarða. Ég rakst á þessa upptalningu á námuslysum á Svalbarða og læt hana fylgja hér. Ég hef reyndar grun um að það vanti öll slys sem gerðust fyrir 1948, þau eru örugglega nokkur.
Fakta om gruveulykker på Svalbard
* 3. juli 2005: En 34 år gammel mann fra Troms omkom av oksygenmangel i Svea Nord.
* 22. januar 2003: En 34 år gammel mann døde etter en gruveulykke i Svea Nord. En steinblokk falt i gruva og traff mannen.
* 4. juli 2000: En mann i slutten av 40-årene omkom i en gruveulykke i Svea Vest da gruvegangen raste sammen over ham.
* 18. september 1997: 23 russiske og ukrainske gruvearbeidere omkom i en eksplosjon i en gruve i Barentsburg. Dette er den alvorligste gruveulykken noen gang på norsk jord.
* Fra 1990 til 1997 omkom til sammen ti mennesker i enkeltulykker i russiske gruver i Barentsburg og Pyramiden.
* I 1991 og 1995 var det enkeltulykker i norske gruver. En person omkom i hver av ulykkene.
* I 1989 omkom fem personer i en kraftig eksplosjon i en russisk gruve i Barentsburg.
* De største ulykkene i norske gruver har skjedd i Ny Ålesund:
* I 1948 omkom 15 mann i en eksplosjonsulykke.
* 7. januar 1952 omkom 15 mann i to forskjellige gruveulykker
* 19. mars 1953 mistet 19 mann livet i en eksplosjonsulykke.
* 5. november 1962 skjedde den såkalte Kings Bay-ulykken. I alt 21 menneskeliv gikk tapt i en eksplosjon da gass ble antent. Kings Bay førte til regjeringskrise og statsminister Einar Gerhardsens avgang. Gruvedriften i Ny Ålesund ble aldri gjenopptatt. (©NTB)

Annars er lítið að frétta héðan. Í morgunn þurfti ég að skafa um 30cm snjó af bílnum. Þessi ofankoma bættist við 75cm sem fyrir voru hér í bænum. Ég hélt að það væri að koma vor, búinn að gera reiðhjólið klárt og sjá útsprunginn fífil.

Það var örlítill hálka í morgun. Ég kom að venju í vinnuna á Volvónumm og lagði í einkastæðið mitt sem er í töluverðri brekku. Drep á, set í handbremmsu, gír og snara mér út úr bílnum og skelli hurðinni. Við hurðarskellinn leggur Vollinn af stað afturábak og stoppar ekki fyrr en hann er þeversum á götunni. Mér brá ögn enn fann mér svo láréttara stæði. Svona getur hálkan verið hér.

Kveðja Olgeir

mandag 14. april 2008

Komin heim aftur

Þá er ég komin heim aftur úr túrnum til Lofoten. Þetta var ágætistúr og við gerðum helling af alls konar talningum og tilraunum. Ég setti inn myndir fyir þá sem hafa áhuga á því.

Annars allt tíðindalaust. Það snjóar og bráðnar á víxl og alltaf bætast fleiri fuglar í hópinn sem bendir til að vorið gæti komið á endanum.

kv
Ragga

søndag 6. april 2008

Ýmislegt

Lítið verður bloggað næstu vikuna þar sem tölvan skreppur á sjóinn, í fylgd Röggu að sjálfsögðu. Ég er að spá í að draga hjólið mitt upp úr geymslunni í vikunni og gera það klárt. Vona svo að veðurguðirnir bænheyri mig og komi með vorið.

Í gær hnýtti ég ögn í atvinnubílstjóra og mótmæli þeirra. Það eru viss atriði sem ég er sammála þeim með eins og kröfur um aðstöðu við vegina og afhverju ekki eru ökuritar í strætisvögnum, póst og sorpbílum. En það að reyna að fá undanþágu frá hvíldartíma og fá leyfi til að vinna lengri dag er eingönu til þess fallið að skerða kjör þeirra. Það virðist vera algengt að fólk líti svo á að mikil vinna sé það sama og góð laun. Góð laun eru laun sem þú aflar á eðlilegum vinnudegi og lifir af. Svo lengi sem fólkið í landinu gerir bara kröfur um að fá að vinna nógu mikið til að lifa af hækka launin seint og atvinnurekendur ganga á lagið. Í það minnst þeir atvinnurekendur sem ekki átta sig á því að framleiðni starfskrafts minnkar töluvert ef vinnudagur er lengri en 8 tímar. Mér fannst einn punktur ansi góður sem kom frá talsmanni bílstjóra, en það var að alþingismenn meiga setja lög þrátt fyrir endalausar vökur og fundarhöld.

Olían er vissulega dýr á Íslandi en hún er reyndar dýr allstaðar í heiminum í dag og kannski ekki við Íslenska ríkið að sakast þar. Ég borga í það minnsta töluvert meira fyrir líterinn hér í Noregi eða sirka 194 ikr. og launin eru nú bara svipuð og á Íslandi. Og ekki er það að sjá á norska vegakerfinu að bensínskattinum sé dælt í það.
En ég er sammála honum Sævari félaga mínum um að efnahagsmálum á Íslandi þurfi að mótmæla. Ef mótmæli atvinnubílstjóra geta hvatt aðra hópa til að láta heyra í sér þá er það ágætt.

En í lokin er kannski rétt að taka fram, svona til að tryggja fjörugar umræður, að það þarf nú ekkert endilega að byggja álver og virkjanir til að bæta efnahaginn, allavegana ekki strax.


Læt þetta nægja þessa vikuna.
Kv. Olgeir

fredag 4. april 2008

Atvinnubílstjórar, lítil samúð frá mér

Ég hélt í einfeldni minni að atvinnubílstjórar væru að reyna að fá meiri hvíldartíma og betri vinnuskilyrði.
Þessir bílstjórar virðast ekki stíga í vitið. Ætli þeir óski næst eftir lóðum undir moldarkofa og útkamra.
Við skulum vona að þeir drepi engann nema sjálfan sig, sofandi undir stýri.
Það er ekki að ástæðulausu að lög um hvíldartíma eru eins og þau eru.

Kveðja
Olgeir

ilæmfA

Síðustu daga hafa ansi margir átt afmæli í kringum okkur Röggu. Mamma átti afmæli 2. apríl, ég og amma hennar Röggu í gær og svo töluvert af öðru frændfólki. Til hamingju öll.
Svo á hann Haukur félagi minn afmæli í dag. Til hamingju Haukur. Ég heyrði útundan mér að hann hafi viljað fá hund í afmælisgjöf (að sjálfsögðu ólarlausan og óskráðan). Einnig frétti ég af honum þar sem hann var að skoða torfærumótorhjól (óskráð og með landakorti af Reykjanesskaga, auðvitað). Já, örðruvísi mér áður brá ;)

Kv. Olgeir

tirsdag 1. april 2008

Apríl

Þar sem nýr mánuður er genginn í garð þá er við hæfi að skipta út vísdómsorðum mánaðarans.

Hvað er annars í gangi.. af hverju líður tíminn svona hratt?? Oooog það snjóar og snjóar og snjóar..

søndag 30. mars 2008

Þyrluslys á Svalbarða

Rússnesk þyrla fórst á þyrluvellinum í Barentsburg á Svalbarða í dag. Níu voru um borð í henni, þrír dóu.
Ég man eftir þessari þyrlu á ferðinni á Svalbarða.
Þetta er sorglegt áfall fyrir Rússana á Svalbarða, enda hafa flugslys á Svalbarða tekið alltof mörg mannslíf frá þeim.
Hér er krækja á fréttina.

Kv. Olgeir

Svik og prettir

Í morgun vaknaði ég sæll og glaður, hæfilega snemma miðað við sunnudagsmorgun, eða klukkan 10:00. Fór á fætur, helti upp á kaffi, las ögn og kveikti svo á tölvunni. Þá sá ég að eitthvað var skrýtið, það var nánast komið hádegi. Það rann upp fyrir mér að helvítin höfðu breytt klukkunni í nótt og nú er kominn sumartími. Mér er búið að líða í dag eins og ég hafi verið svikinn, dagurinn skyndilega styttur en þetta jafnast víst út í haust. Reyndar finnst mér þessi tímabreyting hálf asnaleg, sérstaklega hér á norðurslóðum þar sem er dimmt hálft árið og bjart hinn heilminginn. Mér heyrist á sumum Norðmönnum að þetta pirri þá ögn þrátt fyrir að vera í menningunni, óþarfa hringl.

Annars er lítið að frétta. Það hefur snjóað síðustu daga en nú er hitinn að stíga og á jafnvel að rigna næstu daga. Ég vona að það gangi eftir og snjórinn fari að minnka því mig er farið að langa að komast í hjólatúr.

Fleira var það ekki.
Kv. Olgeir

onsdag 26. mars 2008

Ég small úr kjálkalið í gær.. hvað er málið með það O.o Ég panikaði ekki og smellti mér með sveiflu aftur í lið eins og ég hafi aldrei gert annað.

Annars er allt bara með kyrrum kjörum. Það snjóaði allan gærdaginn þannig að við erum aðeins fjær vorinu ef eitthvað er.

Kveðja,
Ragga

mandag 24. mars 2008

Páskar

Jæja, nú eru þessir páskarnir nánast liðnir. Þetta voru fínustu páskar, fallegt veður og mikil rólegheit. Bærinn var nánast tómur yfir hátíðarnar og allt lokað, á mörgum stöðum var einnig lokað miðvikudaginn fyrir páska og lang flest lokað á laugardaginn. Þetta gerði allt mjög rólegt og þar að auki voru flestir bæjarbúar í ferðalögum. Ég held verslunartími á Íslandi sé orðin alltof langur. Vissulega er þæginlegt að geta farið út í búð alltaf allt árið, en það er líka allt í lagi gera þær kröfur til fólks að það geti birgt sig upp til tveggja daga. Það kemur svo skemmtileg ró yfir allt þegar allt er lokað.

Núna þarf maður að mæta aftur í vinnuna á morgun. Aldrei þessu vant hef ég enga löngun til að fara í vinnuna. Gegnum árin hefur mér fundist ágætt að mæta eftir frí, þó það hafi ekki verið annað en tilhlökkun til mötuneytis OR. Maður getur þó huggað sig við það að núna er tíminn sumar meginn við páska.

Kveðja
Olgeir

fredag 21. mars 2008

Að flauta fyrir horn

Volvoinn er svo stoltur þegar hann fær að beygja til vinstri að hann flautar. Hann tók upp á þessu í fyrradag. Það verður að játast að þetta getur verið pínulítið bagalegt á stundum en venst eins og allt annað.

Kv. Olgeir

Myndir og mont

Það ótrúlega hefur gerst.. við settum inn myndir!

...

Um daginn sendi ég veggspjald á ASLO ráðstefnu sem haldin var á Florida nú í byrjun mars. Á þessari ráðstefnu, sem fjallar um allt sem viðkemur hafinu, voru um 4000 ráðstefnugestir og hefur hún aldrei verið fjölmennari. Þetta er svo sem ekki í frásögur færandi nema ég fékk verðlaun fyrir þetta ágæta veggspjald, eða sem sagt "Outstanding student award". Við vorum alls 20 sem fengu þessi verðlaun af 360 mögulegum kandídötum. Gaman að því.

Kveðja,
Ragga

søndag 16. mars 2008

Smur

Ég lét smyrja Vollann í vikunni sem leið. Það er svo sem ekki frásögufærandi nema að því leiti að þetta er í fyrsta skipti á æfi minni sem ég kaupi út vinnu við olíuskipti. Hingað til hef ég alltaf gert þetta sjálfur. Ég hef alltaf vitað að ég græddi töluvert á því að gera þetta sjálfur en nú sé ég að ég hef stórgrætt á því. Miðað við verðið sem ég borgaði og lauslega verðkönnun í uppáhalds varahlutaverslun minni, Bilthema, sé ég að ég hefði geta keypt: olíu, síu, tjakk, búkka og regngalla, til að skríða undir bílinn í slabbinu, fyrir innan við heilminginn af verðinu. Já og maður hefði svo sem alveg látið sig hafa það að skríða undir Vollann í nýja regngallanum fyrir afganginn, mun betri laun en í daglega amstrinu í það minnsta.

Hér eru farin að sjást vormerki. Maður er aðeins farinn að heyra í máfunum við sjóinn og reiðhjól eru að byrja að riðja skíðunum úr sportbúðunum. Veðrið í síðustu viku gaf smá von um vor, með sól og smá hita. Nú er hinsvegar komin snjókoma aftur og allt að færast í sama horf eftir þíðuna.

Læt þetta nægja í bili
Kv. Olgeir

tirsdag 4. mars 2008

Finlandia

Á laugardaginn fórum við í smá bíltúr. Upphaflega ætluðum við bara að keyra í Nordkjosbotnen sem er lítlill bær í um 50km fjarlægð. Þegar þangað var komið vorum við og Vollinn í svo góðu stuði að við ákváðum að bæta 100km við og keyra til Finnlands. Til að koma sér austur til Finnlands keyrir maður upp Skibotndalen sem er ansi fallegur og er maður kominn í 545m.y.s. er maður kemur að landamærum Finnlands. Skibotndalen er frekar merkilegur því þar lá mikilvæg flutningsleið til Rússlands í fyrrastríði. Reyndar var þar mikið eldri verslunarleið frá ströndinni og inn í landið, alveg niður til finnska bæjarins Tornio sem er við Eystrasaltsbotn. Það verður spennandi að keyra þarna í sumar og fara þá heldur lengra inn í Finnland og yfir til Svíþjóðar, svona svo að Volvoinn geti vitjað átthaganna.

Og ögn af Finnum. Það eru ansi margir Finnar að vinna í blokkinni góðu. Dálítið skondið hvað þeir eru viljugri að spjalla þegar þeir fatta að ég er ekki Norðmaður og þá skipta þeir úr ensku yfir í skandinavísku.

Pólski píparinn sem á að vera að vinna með mér hallaði sér of harkalega að flöskunni og fótbrotnaði á fimmtudaginn var. Ég er búinn að heyra ansi margar sögur af því hvað kom fyrir, allt frá leggbroti og mánaðar fjarveru niður í tábrot og viku fjarveru. Einnig er ég búinn að heyra þrjár útgáfur af því hvað kom fyrir. Fótbolti var fyrsta skýringinn, önnur var sparkaði í vegg á fylliríi og sú þriðja, var að ganga niður tröppur. Veit ekki hvort að þetta tengist því eitthvað en ég eyddi eftirmiðdeginum í að skrúfa niður gifsklæðningu úr loftinu á bílageymslunni, þar virðast rörin hafa verið lögð með hugarorkunni einnisaman. Í kvöld fékk ég svo þýskan pípara í lið með mér og í fyrramálið á ég að fá einn sænskann.

Læt þetta nægja í bili.
Kveðja Olgeir

torsdag 28. februar 2008

Möljeaften

Í kvöld var mér boðið á möljeaften, ásamt tveimur úr vinnunni, hjá Brödrene Dahl sem er lagnaefnissala hér í Tromsö og reyndar Noregi öllum. En möljeaften er kvöld þar sem er borðaður soðinn þorskur, hrogn, lifur, gellur og kinnar. Þetta fer venjulega fram í janúar til mars og virðist vera einhverskonar hefð (það er að borða fiskinn, ekki að hittast í pípulagnabúð). Þetta var mjög fínn matur og ágætt að spjalla við sölumennina um rör enda erum við ágætlega stórir kúnnar.

Og meira vinnutengt. Í dag var fundur og farið yfir verkin og komandi verk. Meðal annars eru ágætar líkur á að þeir fá verk í Svea á Svalbarða í haust. Ég fékk nú bara vatn í munninn við tilhugsunina um að komast kannski aftur til Svea, í besta mötuneyti heims miðað við hnattstöðu (hef að vísu ekki prófað að borða á suðurskautinu, geri það við tækifæri). Þetta verk felst í því að byggja við hitakerfi fyrir námurnar, hitari upp á 1600kw og vifta sem blæs 7000m3/klst (eða var það ekki á klst) inn í námugöngin.
Ég veit nú ekkert hvort ég verð sendur en ég hefði ekkert á móti því. Ágætt að komast aðeins aftur í kolapeningana og upplifa Svalbarða um haust.

Hér er búið að vera í fréttum mál sem mér finnst athyglivert. Tveir menn hafa dáið af því að drekka rauðspritt sem inniheldur 80% ethanól. Það hefur verið mikið talað um þetta eitraða rauðspritt sem verslunin Bilthema selur og öll sala á því stöðvuð. Fréttamenn eru stöðugt að tala um hvernig standi á því að eitrað rauðspritt hafi komist í verslanir og varað við að drekka rauðspritt frá Bilthema. En þeir hafa ekki minnst einu orði á að það sé kannski óeðlilegt að drekka það. Ætli öll sala á smurolíu verði bönnuð ef ég drekk einn líter og lognast út af ?
Furðulegir þessir Norðmenn, humm Ákavíti eða rauðspritt, tek rauðsprittið í kvöld.

Síðasta sunnudag fórum við í smá bíltúr yfir á fastalandið, það er keyrðum yfir brúna og beygðum til vinstri. Nú vitum við að við getum keyrt í 45km áður en sá vegur endar. Þetta var falleg leið, smá þorp og sveitabæir sem meiga muna fífil sinn fegri. Það flottasta var að við sáum Haförn sitja upp í tré. Hann var reyndar akkurat við blindbeygju á veginum þannig að erfitt var að stoppa og taka mynd en Ragga náði þó að smella einni og svo sáum við hann fljúga, flott sýn það.

Nú er sumarskipulagið óðum að taka á sig mynd og mömmur okkar og pabbar búin að bóka gistingu í herbergi 108 í júlí. Það verður gaman. Núna verðum við að skipuleggja túra um nágrennið og fara í könnunarleiðangra.

Það er bókaútsala í Noregi þessa vikuna, það endaði náttúrlega með ósköpum eins og vennjulega þegar við komumst í bókabúðir. Það fer að verða dálítið mál að flytja heim (hafið samt engar áhyggjur, það er mun léttara að flytja bækurnar sem eru hér til Íslands heldur en öfugt, við komum aftur)

Læt þetta nægja í bili.
Kveðja Olgeir

torsdag 21. februar 2008

Fyrir volvó aðdáendur

Þetta er bara dúllulegt :)

tirsdag 19. februar 2008

KRAZ

Ef einhver hefur áhuga á Rússneskum (Sovéskum) trukkum þá er hér fín krækja á auglýsingar mynd um KRAZ trukka, sennilega mynd frá um 1980 eða rétt þar eftir. http://www.youtube.com/watch?v=KF_AeYIwnf8&feature=related
Annars sýnist mér Rússland vera málið ef maður vill fá að jeppast út í óspilltri náttúrinni, allavegana hægt að finna ansi mikið af drullumalls myndum þaðan á netinu.

Armar óheiðarlegra íslenskra fyrirtækja geta verið langir. Um daginn var ég að spjalla við finnskan smið sem er að vinna í blokkinni góðu. Hann hafði verið að vinna á Íslandi árið 2002 sem smiður. Hann vann hjá litlu fyrirtæki og var að byggja hús í Grafarholtinu og víðar. Allt í góðu með það hann fékk sitt kaup og launaseðla og fór ánægður til Finnlands. Núna í janúar fékk hann svo bréf frá skattinum í Reykjavík og rukkun upp á 4000 evrur sem var nánast meira en hann þénaði þennan tíma sem hann var á Íslandi. Þá kemur það í ljós að fyrirtækið sem hann vann fyrir hafði ekki borgað staðgreiðsluna, sem það dró af honum, til skattsins. Þar að auki fór svo fyritækið á hausinn rétt eftir að hann fór frá landinu. Núna 6 árum síðar fær hann svo rukkun fyrir skattinum með vöxtum og öllu tilheyrandi. Hann átti sem betur fer ennþá launaseðlana og sendi afrit af þeim til Íslands og núna vonar hann að þetta reddist.
Ég hélt nú að það ætti ekki að sækja svona til launþegans heldur fyrirtækisins eða forsvarsmanns þrotabúsins.
Ef einhver veit eitthvað um svona mál væri fínt að fá komment.

Við fórum á þorrablót Íslendingafélagsins á laugardaginn var. Það var ansi fínt og fínn þorramatur. Það hafði gengið ágætlega að fá matinn sendan til Tromsö og kannski sakaði ekki að Íslendingur vinnur í böggladeild póstsins hér. Við skemmtum okkur vel og fórum með þeim síðustu. Ég að vísu áttaði mig á því þegar ég kom heim að ég hafði drukkið í það minnsta fimm kaffibolla með pönnukökunum sem voru eftir matinn (var á bíl) og sofnaði því ekki fyrr en undir morgun.

Læt þetta nægja í bili.

Kveðja Olgeir

fredag 15. februar 2008

Skammdegisóyndi

Vegna fjölda áskorana (eða þúst.. ein frá Hauki) þá kemur hér ofurlítið blogg með helstu fréttum.

Það snjóar og snjóar. Myrkrið hopar og ég sá sólina um daginn. Ég sé hana nú ekki á hverjum degi enda er það nú bara lúxus. Við gerðum tilraun til að rífa okkur upp úr skammdegisþunglyndinu síðasta föstudag og fórum í heljarinnar partý með varðeldi og öllu tilheyrandi. Þar hittum við marga Svalbarða og voru endurfundirnir mjög skemmtilegir. Hausverkurinn daginn eftir var ekki eins skemmtilegur og held ég hreinlega að ég hafi ekki upplifað annað eins síðan 17. maí síðastliðinn.

Í gær fór ég að horfa á smá rokk og ról, en Animal Alpha var með tónleika á Driv. Driv er stúdentabar/samkomuhús bæjarins. Tónleikarnir voru mjög hressilegir og ekki skemmdi fyrir að bjórinn er á stúdentaprís.

Á morgun er svo þorrablót Hrafnaflóka sem er Íslendigafélagið í Tromsö. Við mætum að sjálfsögðu galvösk á það enda má ekki vanmeta áhrif alkóhóls á meint skammdegisóyndi. Við erum því vel marineruð hérna á hjara veraldar, skál fyrir því.

Kveðja,
Ragga

onsdag 30. januar 2008

Snjór

Ekki mikið að frétta héðan annað en að Olli fór í atvinnuviðtal hjá Vann og avløp í dag. Alls voru 11 sem sóttu um og þar af 4 boðaðir í viðtal þannig að það er bara jákvætt. Það kemur svo í ljós eftir 2-3 vikur hver hreppir stöðuna.

Það er kominn töluvert mikill snjór núna og eru Tromsø-ingar allir með skóflur og sköfur á lofti og moka nótt sem nýtan dag. Það á jafnt við um börn og fullorðna, en þegar ég labbaði framhjá leikskólanum hérna í götunni í morgun voru litlu guttarnir að moka með míní útgáfur af skóflum.

Við settum inn nokkrar snjómyndir og er þetta allt á réttri leið hérna þótt ekki séu komnir 5 metrar eins og einhvern veturinn.

Kveðja,
Ragga

ps. ef þið viljið flissa aðeins þá getið þið horft á þetta.

lørdag 26. januar 2008

Að byggja, framhald 2.

Byggingarefnisþjófarnir náðust á föstudaginn. Löggan náði þeim á lagernum sínum út á Kvaleyju og handtók þá. Það þurfti margar ferðir með vörubíl til að flytja þýfið í burtu slíkt var magnið. Þarna var víst flest af því sem hefur verið stolið frá hinum ýmsu byggingarsvæðum í Tromsö síðustu mánuðina.

Ég setti inn örfáar myndir núna áðan, meðal annars nokkrar úr göngutúr í dag.

Kveðja
Olgeir

torsdag 24. januar 2008

Bíódísel

Biodiesel, hafa ekki margir heyrt um það. Meðal annars er hægt að nota gamla steikingarfeiti og fleira í framleiðsluna að ég held. Ég er nú ekkert voða mikið inn í þessu né gefið mér tíma til að lesa mér til um þetta. En í fréttunum í dag heyrði ég svolítið merkilegt. Til framleiðslu biodiesel er meðal annars notað mais og soyabaunir. Maisinn er ræktaður í Ameríku og aukin eftirspurn vegna biodiesel framleiðslu hefur hækkað á honum verðið. Þar af leiðandi hefur verið farið að flytja inn meira af soya til Ameríku og þar með aukið eftirspurn eftir soyabaunum auk þess sem þær eru líka notaðar til biodiesel framleiðslu. Eitt af ræktunarlöndum soyabauna er Brasilía. Þessi aukna eftirspurn hefur leitt til þess að bændur hafa rutt meir af regnskógum til að anna eftir spurn. Mér skildist á fréttinni að það væri mun meiri ,,útlosun" eða meira af gróðurhúsalofttegundum sem yrðu eftir við skógareyðinguna heldur en fengist með hreinni útblæstri frá biodiesel. Sem sagt hlutfallið verður óhagstæðara, gróðurhúsalofttegundunum í vil. Þetta hafði ég ekki hugsað út í og fannst merkilegt.

p.s. þið kannski kommentið ef þið vitið eitthvað um málið.

onsdag 23. januar 2008

Að byggja, framhald

Þetta hefur víst verið óskhyggja hjá mér er ég hélt að þjófnaðurinn af vinnusvæðinu okkar hætti. Í nótt var brotist inn í allar geymslurnar á blokk B-4 og 12 íbúðir. Geymslunum höfðu allir verktakar fengið úthlutað til að geta geymt verkfæri og íhluti til byggingarinnar innilæst. Stolið var helling af verkfærum útbúnaði sem átti eftir að setja í íbúðir og svo náttúrulega skemmdar allar geymsluhurðir. Þeir spenntu svo upp hurðir á 12 íbúðum sem voru fullkláraðar og tilbúnar til afhendingar í fyrstu viku febrúar.
Vaktin kom að þjófunum þegar þeir voru búnir að fylla í það minnsta einn sendibíl. Þeir lögðu á flótta með miklum hraði og keyrðu beinustu leið í gegnum 2m háa girðingu, sem er í kringum vinnusvæðið, og sluppu undan. En númerið og góð lýsing náðist af bílnum svo að vonandi nást þeir.
Það er nokkuð ljóst að þjófurinn er ekki að byggja einbýlishús, heldur í það minnsta blokk. Nema náttúrulega að hann eigi byggingavörurverslun við Eystrasaltið.

Kv. Olgeir

tirsdag 22. januar 2008

Að byggja

Það er einhver að byggja hér í Tromsö. Einhver sem tímir ekki að kaupa það sem til þarf. Sá hinn sami á sennilega sendibíl. Undanfarnar vikur hefur talsverðu verið stolið frá okkur í vinnunni. Nokkrum hitakútum, töluvert af rörum, sturtuklefum, ískápum, eldhúsinnrétingum og baðinnréttingum. En þeir byrjuðu samt á því að stela svolitlu af verkfærum, sem er eðlilegt í ljósi þess að þeir þurftu að skrúfa niður baðinnréttinguna. Þetta fer nú vonandi að lagast því að núna er allt orðið þræl girt og vaktað jafnt að nóttu sem degi.

Kveðja
Olgeir

søndag 20. januar 2008

Naglaskíði

Við skruppum í kaupfélagið á laugardaginn og keyptum okkur gönguskíði. Við fórum svo hér á gönguskíðabrautina í bakagarðinum í gær. Það gekk nú ekkert voðalega vel. Að vísu gekk heldur betur hjá mér enda er ég margfalt reyndari skíðamaður en Ragga. Ég hef nefnilega farið fjórum sinnum á skíði á æfinni en Ragga bara einu sinni. Við ætlum að fara aftur í kvöld, seint í kvöld, og prófa og vona að það gangi betur en í gær. Ætli það sé hægt að fá nelgd skíði, þessi eru alltof sleip.

Annars hefur helgin aðallega farið í 1000 púslu púsluspil sem slæddist hér inn á heimilið.

Kveðja
Olgeir

torsdag 17. januar 2008

Skrifstofa og tiff

Loksins fékk ég úthlutað skrifstofuplássi og var það mjög kærkomið. Þetta er ágætlega stór skrifstofa með plássi fyrir 5 nema en það sem af er hef ég verið ein um herlegheitin. Þessar tvær fyrstu vikur eftir jólafrí hafa að mestu farið í alls konar umsýslu, pantanir, viðtöl og óþolandi ákvarðanatökur. Af hverju þarf allt að vera svona ótrúlega flókið og langdregið.. Ég get til dæmis engan vegin ákveðið hvort ég eigi að fara á þessa ráðstefnu á Florida í mars. Ég var eiginlega alveg búin að ákveða að fara (en samt ekki búin að kaupa flug og hótel sem betur fer) þegar það kom svo í ljós að einn kúrsinn sem ég þarf að taka verður kenndur á sama tíma og ráðstefnan er. Hann átti að vera í febrúar en eitthvað hafa þeir breytt þessu. Bölvað vesen! Svona virðist ekkert passa saman þessa dagana.

Þessa vikuna er kvikmyndahátíð í gangi hérna í Tromsö eða Tromsö international film festival eins og hún er kölluð. Þetta er víst nyrsta kvikmyndahátíð í heimi segja gárungarnir. Fyrir algera tilviljun lenti ég á opnunarhátíðinni en þannig var að ég var á leið heim úr skólanum og þar sem ég var að bíða eftir strætó niðri í bæ sé ég hóp af fólki með kyndla og dót. Hún forvitna ég varð að athuga þetta nánar og á aðaltorginu reyndist vera búið að koma fyrir risastórum samatjöldum og einhverjir samar voru að kyrja samasöng í samabúningum. Þeir eru voða skrautlegir í skærum litum svo það fer ekkert á milli mála hverjir eru á ferð. Einnig voru þeir þarna með hreindýr og búið var að búa til risaskjá úr snjó. Á þennan skjá á svo að varpa stuttmyndum og einhverju sniðugu á meðan á hátíðinni stendur.

Annars er svo sem ekki meira fréttnæmt hérna úr norðrinu. Það er smá snjór og hangir í á milli -5 og 0°C þannig að það er svo sem ágætlega vetrarlegt. Við erum enn ekki farin að skoða skíði en það kemur að því. Norsararnir trúa því ekki þegar ég segist aldrei hafa stigið á skíði enda eru þeir skíðaóðir. Reyndar þá datt okkur í hug að það gæti verið sniðugt að eiga svona spark-sleða.


Held það væri tilvalið að fara í skólann á svoleiðis, bæði er hægt að komast yfir á heilmikilli ferð og læsa honum svo við hjólagrindurnar fyrir utan skólann :) Bara snilld.

Góðar stundir,
Ragga

onsdag 9. januar 2008

Púlsinn

Jæja núna er best að fara yfir síðustu vikur.

Viku fyrir jól kom Sunna í heimsókn til okkar. Það gekk ekki þrautalaust hjá henni að komast því að fluginu frá Íslandi til Oslo var frestað um rúman sólarhring vegna veðurs. Þar af leiðandi þurftum við að redda öðru flugi frá Oslo til Tromsö og á endanum komst hún til okkar í rigninguna.

21. desember fórum við svo heim til Íslands í jólafrí. Daginn áður en við fórum heim var mikil frostþoka yfir Oslo þannig að allt flug lá niðri. Við lenntum svo í leifunum af þessum seinkunnum og þurftum að bíða í fjóra tíma hér í Tromsö. Það slapp allt því að fluginu frá Oslo til Íslands var líka seinkað um fjóra tíma og heim komumst við á endanum. Já og okkur finnst leiðinlegt að fljúga, við erum alltaf að sannfærast betur um það.

Jólafríið var fínt og gaman að hitta fólkið sitt aðeins þótt að maður hafi nú ekki náð að kíkja á alla. Við gistum hjá mömmu og pabba upp í Fannafold og reyndum svo að deila okkur á milli eftir bestu getu. Þetta voru eiginlega mjög annasöm jól. Mikið um heimsóknir og matarboð og þvíumlíkt. Ég var búinn að ímynda mér að þetta yrði nú fín afslöppun þar sem maður væri bara á hótel mömmu. En ég held að ég hafi sjaldan verið jafn þreyttur, ég gerði samt ekki neitt að viti að því að mér fannst...og þó það var nú samt hellingur þegar maður hugsar til baka. Við flugum svo heim til Tromsö þriðja janúar á nýju ári. Túrinn heim gekk mjög vel og það var fínt að komast heim og í rútínuna aftur. Nú getur maður bara farið að telja niður í páskafrí, en það eru ekki nema 40 vinnudagar til páska :)

Hér á milli á sennilega að koma gleðilegt ár og takk fyrir það liðna.

Þegar við komum til baka til Tromsö uppgvötvuðum við hvað það er svakalega rólegt hérna, lítil umferð og frekar lítið stress. Enda erum við á landsbyggðinni.

Jólin hér í Tromsö voru víst meira eða minna svört, það er það sem við köllum rauð. Ég heyrði að það hafi aðeins gerst tvisvar áður síðustu 60 ár að það séu svört jól hér, vennjulega er ekki minna en 50cm snjór. En í gær snjóaði loksins ögn, eða svona um 35cm.

Ég fór í bílabúðina Biltema í fyrradag. Þetta er stór varahluta og aukahluta búð hér í Noregi. Ég gaf mér góðan tíma í að skoða verkfæri og varahluti og komst að þeirri niðurstöðu að bílarekstrar og dellu vörur eru töluvert ódýrari hér en á Íslandi. (Tromsö er afskekktari en Ísland að mínum mati). Hér getur maður fengið smurolíu líterinn á 23 nkr. Ég get sko alveg sætt mig við hátt mjólkurverð svo lengi sem ég fæ ódýra smurolíu !

Kveðja
Olgeir